Einstaklingar

OPNAÐU DYR AÐ AUKNUM LÍFSGÆÐUM

Hjá Heilsufélaginu færðu heildstæða þjónustu og stuðning til þess að takast á við breyttar aðstæður, gera breytingar og horfa skýrt til framtíðar án þess að missa sjónar af augnablikinu.

  • OrkustjórnunFinnst þér þú lifa á of miklum hraða? Missir þú stundum stjórn eða eru aðrir of mikið við stjórnvölin? Með þjálfun og stuðningi frá Heilsufélaginu færðu yfirsýn yfir verkefni þín og tíma og getur metið hvort þú verjir orku þinni þannig að þú vaxir, dafnir og gangir ekki á lífsgæði þín til lengri tíma.
  • Markþjálfun

    Þarftu að brúa bilið á milli þess sem þú þyrftir að gera til að blómstra dag hvern og þess sem þú gerir? Með þjálfun og leiðsögn frá Heilsufélaginu gerir þú viðvarandi breytingar á lífi þínu, lærir betur að þekkja þarfir þínar og langanir og finnur leiðir sem næra styrkleika þína og veita þér ánægju.

  • Lífsgæðamat Eru hindranir í vegi fyrir lífsgæðum þínum? Lífsgæðamat Heilsufélagsins hefur að markmiði að meta upplifun þína á líkamlegum, andlegum, samskiptalegum og umhverfislegum gæðum í þínu lífi, staðsetja hindranir og móta mögulegar leiðir til aukinna lífsgæða.
  • Réttindaráðgjöf

    Ertu í vafa um réttindi þín og vernd ef þú veikist eða fellur frá? Réttindaráðgjöf Heilsufélagsins veitir þér yfirsýn um þá vernd og réttindi sem þú nýtur hjá vinnuveitanda, lífeyrissjóði, stéttarfélagi, tryggingafélagi, Sjúkratryggingum og Tryggingastofnun.

Senda fyrirspurn