Fyrirtæki

OPNAÐU DYR AÐ AUKINNI HAGSÆLD

Heilsufélagið nálgast viðfangsefni með það að leiðarljósi að ná varanlegum árangri. Með því að staðsetja og fást við uppsprettur áskorana fremur en eingöngu birtingarmyndir þeirra aukast líkur á velgengni til framtíðar.  

  • StjórnendaráðgjöfÞarftu að ná betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs eða minnka álag og streitu? Stjórnendaráðgjöf Heilsufélagsins þjálfar árangursríkar aðferðir sem hjálpa þér að auka yfirsýn, bæta líkamlegt og andlegt jafnvægi og þar með upplifa aukinn árangur í leik og starfi.
  • Álagsstjórnun

    Er starfsfólkið í blóma eða ber á streitu eða óánægju? Álagsstjórnun Heilsufélagsins aðstoðar stjórnendur og starfsmannahópa við að takast á við tímabundin eða viðvarandi vandamál tengd álagi og streitu með það að markmiði að ná jafnvægi og auka árangur.

  • BreytingastjórnunEru miklar breytingar í farvatninu eða er þörf á að efla hæfni einstakra starfseininga til breytinga? Ráðgjöf Heilsufélagsins í breytingastjórnun miðar að því að þjálfa starfshópa til að koma auga á þörf fyrir breytingar og þjálfa viðbrögð við þeim með það að markmiði að auka samkeppnishæfni til framtíðar.
  • ÁrangursstjórnunÞarf að auka áhuga, skerpa hlutverk og bæta árangur starfshópa? Ráðgjöf Heilsufélagsins í árangursstjórnun miðar að því að greina hindranir, fjarlægja þær og koma auga á tækifæri til að virkja hæfileika og áhuga starfsmanna og þannig auka árangur bæði þeirra og starfshópa sem þeir tilheyra, til framtíðar.
  • Veikindi eða starfslokViltu veita starfsfólki þínu stuðning vegna veikinda eða starfsloka? Ráðgjöf Heilsufélagsins vegna veikinda eða starfsloka miðar að því að minnka óvissu með því að tryggja örugga framkvæmd réttindamála og veita stuðning til að takast á við þær breyttu aðstæður sem veikindi eða starfslok kalla fram í lífi fólks.
  • Fjarvistir og ráðningarEru fjarvistir starfsmanna vandamál eða gengur illa að fá fólk til starfa? Afleiðing af slíku ástandi er oft mikið álag á þitt besta starfsfólk og því þarf að bregðast strax við. Ráðgjöf Heilsufélagsins vegna fjarvista og ráðninga miðar að því að lágmarka þann fjölþætta kostnað sem hlýst af fjarvistum og skorti á starfsfólki. 

Senda fyrirspurn