Ritskoðar þú "sjálftalið"?
Hugsar þú með uppbyggilegum hætti til þín? Hér er verkefni sem svarar þeirri spurningu.
Rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir að þú náir yfirleitt árangri í fjölmörgum verkefnum í starfi og einkalífi á degi hverjum hugsir þú oftar með neikvæðum hætti til þín en jákvæðum.
Ástæða þess er að þú ert yfirleitt stöðugt með augun á næsta verkefni og gefur þér því of sjaldan tíma til þess að staldra við og njóta afraksturs verka þinna.
Því getur það verkefni að ritskoða "sjálftalið" verið lykill að betra lífi.
- Skrifaðu niður hugsanir þínar í þinn garð í 3 daga og berðu þær saman við hugsanir þínar í garð vinkonu eða vinar.
-
Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa ritskoðað "sjálftalið" að þú gætir hugsað með uppbyggilegri hætti til
þín áttu veruleg tækifæri til betra lífs.
Skrifaðu niður hugsanir þínar í þinn garð í 3 daga og berðu þær saman við hugsanir þínar í garð vinkonu eða vinar.
Hér er raunverulegt dæmi um "sjálfstal" tengt markmiðasetningu og áhrifin sem það getur haft:
- Umbótatækifæri: ég þarf að hreyfa mig meira.
- Markmið: ég ætla að stunda hreyfingu í amk. 20 mínútur á dag næstu tvær vikurnar – að lágmarki 280 virkni mínútur yfir 14 daga tímabil.
- Árangur: hreyfði mig 10 daga af 14 í að meðaltali 25 mínútur – alls 250 virkni mínútur.
-
Endurgjöf (sjálftalið):
- Það var nú lélegt hjá mér að ná ekki einu sinni 280 virknimínútum á 14 dögum.
- Mikið er ég ánægð með að hafa hreyft mig meira síðustu tvær vikurnar en í margar vikur á undan
- Líkleg áhrif til lengir tíma:
- Þú lítur ekki á verkefnið sem upphafið að lífi með meiri hreyfingu, meira álagsþoli og meiri vellíðan heldur ferð að líkindum aftur í far hreyfingaleysis eða of lítillar hreyfingar.
- Þú hefur tekið skref í átt að lífi með meiri hreyfingu, meira álagsþoli og vellíðan og heldur áfram að hreyfa þig.
Gangi þér vel!