Viðtal á K100 um styttingu vinnuvikunnar
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við skoðum það og að þetta sé mikið tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja vera framsækin í sinni stjórnun og hugsun.“
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að við skoðum það og að þetta sé mikið tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja vera framsækin í sinni stjórnun og hugsun,“ segir Ragnheiður Agnarsdóttir, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Heilsufélagið, um styttingu vinnuvikunnar.
„Við höfum frá 1971 verið með lög um 40 stunda vinnuviku og það má velta því fyrir sér fyrir hvern þau lög voru skrifuð. Þ.e.a.s við hvaða aðstæður. Samfélagið hefur breyst síðan þá og við erum komin með tækninýjungar sem geta hjálpað okkur og nýst mjög mikið í því hvernig við vinnum, þannig ég held að það séu fjölmörg tækifæri í því að gera hlutina betur og þá er ég að hugsa um að nýta vinnutímann betur og þá báðum til hagsbóta, vinnuveitendum og starfsmönnum.“