Lífsgæðadagbókin
Önnur útgáfa Lífsgæðadagbókarinnar er nú fáanleg. Bókin er að þessu sinni gefin út af bókaútgáfunni Sölku og er fáanleg í bókabúðum um land allt. Bókinni fylgja nú ítarlegri leiðbeiningar um notkun en að öðru leyti er hún á sama formi. Hver dagur er rammi og þú byrjar að nota hana þegar þér hentar enda er hún ekki miðuð við almannaks árið.
Aðferðin sem þú lærir með því að nota bókina er ofureinföld en mjög árangursrík.
- Að rækta samband þitt við sjálfa(n) þig. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður hugleiðingar þínar um lífið og tilveruna og styrkja þannig tengslin við langanir þínar, þrár og tilfinningar.
- Að setja í forgang það sem þér finnst nærandi og skemmtilegt. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður það sem þig langar mest að gera og færa þannig áherslurnar frá því sem þú þarft að gera yfir á það sem þig langar mest að gera hvern dag.
- Að takmarka verkefni sem eru nauðsynleg en ekki nærandi. Þú skrifar niður það sem þú verður að gera en takmarkar þau verkefni þannig að þau séu ekki of mörg og gangi ekki um of á orku þína.
- Að forgangsraða í þágu lífsgæða og hamingju. Þú forgangsraðar verkefnum með það að markmiði að hámarka nærandi verkefni en lágmarka þau sem eru það ekki.
Hvern dag sem þú notar bókina gerir þú meira af því sem þér finnst skemmtilegt og nærandi en minna af því sem tekur frá þér orku og kemur þér úr jafnvægi.
Þetta er einungis fyrsta útgáfa bókarinnar og því eru allar ábendingar um það sem betur má fara vel þegnar. Bókin verður þróuð áfram í þína þágu. Ábendingarnar má senda með tölvupósti á heilsufelagid@heilsufelagid.is eða í gegnum fésbókarsíðu Heilsufélagsins https://www.facebook.com/heils
Hlýjar kveðjur og gangi þér vel að hámarka lífsgæði þín og hamingju.
Ragnheiður Agnarsdóttir
stofnandi Heilsufélagsins