Skýr tilgangur eflir velgengni í leik og starfi
Með því að hafa skýra sýn á tilganginn og vinna að stöðugum umbótum auka einstaklingar og fyrirtæki líkur sínar á að njóta velgengni.
Heilsufélagið er grundvallað á þeirri sýn að reglubundið þurfi að skapa aðstæður í tíma og rúmi fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að líta upp úr daglegum verkefnum, taka stöðuna, horfa yfir farinn veg og fram á veginn með það að markmiði að upplifa innihaldsríka velgengni.
Stofnandi Heilsufélagsins er Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir en hún hefur 15 ára reynslu sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi.
Þrautprófuð aðferðafræði sem skilar árangri
Heilsufélagið notar þrautprófaðar og árangursríkar aðferðir við að aðstoða fólk, fyrirtæki og stofnanir að takast á við litlar og stórar áskoranir og auka þannig árangur í leik og starfi.
Það er gert með því að:
- Skýra tilgang og hlutverk.
- Setja fram líklegar eða eftirsóknarverðar sviðsmyndir af framtíðinni.
- Máta núverandi hæfni við framtíðarsviðsmyndir.
- Setja fram áætlun um verkefni sem þarf að vinna eða áskoranir sem þarf að yfirstíga til þesa að auka líkur á innihaldsríkri velgengni.
- Veita leiðsögn og stuðning til framkvæmda.
- Veita stuðning og endurgjöf í framkvæmdaferlinu.
- Meta árangur.
Verkefni eru unnin á grundvelli gagnagreininga, samtala og samstarfs.
Virkt afl í samfélaginu
Heilsufélagið er virkt afl í samfélaginu og bendir á leiðir og vinnur markvisst að því að bæta umhverfi sitt með því að:
- Auka yfirsýn fólks og fyrirtækja í daglegu lífi með það að markmiði að auka velgengni og minnka álag.
- Bæta aðgengi að lausnum og þjónustu sem veitir fólki stuðning til að takast á við áskoranir áður en þær verða að alvarlegum vandamálum.
- Auka samstarf um verkefni bæði heima fyrir og í samfélaginu með því að benda á leiðir til að bæta skipulag, jafna ábyrgð og dreifa álagi.
- Auka umræðu og benda á leiðir til að stytta vinnudaginn og auka frítíma einstaklinga og fjölskyldna til að njóta samveru.