Greinar (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Láttu veðrið ekki ná yfirhöndinni

Veðrið á suðvesturhorni landsins þessa dagana reynir á þrautseigju fólks. Sumarið sem átti að verða svo geggjað er eins og október, líkt og kona í Vesturbæjarlauginni komst að orði í morgun. Hvað er til ráða? 

Ertu árangursfíkill?

Trúir þú því að eina leiðin til þess að ná árangri og njóta hamningju í lífinu sé að leggja sig 150% fram í öllum þeim verkefnum sem þú tekur þér fyrir hendur? Dugnaður er vissulega kostur en ef hann er á kostnað þess að njóta augnabliksins getur hann haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Hvernig jafna konur leikinn?

Í stað þess að leggja áherslu á að klifra upp valdastigann í rótgrónum fyrirtækjum ættu konur í ríkara mæli að einbeita sér að því að lesa í þarfir markaðarins og stofna ný fyrirtæki til þess að mæta þeim.

Er stytting vinnuvikunnar góð hugmynd?

Umræðan um nauðsyn þess að stytta vinnuvikuna á Íslandi hefur verið áberandi að undanförnu. Þeirri vegferð geta fylgt bæði ávinningur og áskoranir og mikilvægt er að þörfin á slíkri ráðstöfun sé metin með ítarlegum hætti áður en ákvörðun er tekin. 

Taktu skref að auknum lífsgæðum

Nýleg könnun Heilsufélagsins leiddi í ljós að minni vinna og aukin hreyfing væri það sem helst gæti bætt lífsgæði og aukið hamingju. En hvað stendur helst í vegi fyrir að við tökum þau skref og hvað getum við gert til þess að hefja vegferð að því lífi sem okkur dreymir um?

Hver eru réttindi þín ef þú veikist eða slasast?

Blómi lífsins gerir það að verkum að við hugleiðum sjaldan þau réttindi sem við njótum ef upp koma veikindi eða slys. Kerfið virðist mörgum flókið utan frá séð og ekki að ástæðulausu. Heilsufélagið hefur tekið saman yfirlit yfir þau réttindi sem fólk nýtur eða getur notið ef upp koma veikindi eða slys.

Ertu fegin(n) því að allt sé komið í rútínu?

Þegar sumarfríi lýkur og við snúum aftur til vinnu eða náms opnast kjörið tækifæri til þess að endurskoða stundaskrána eða „rútínuna“ eins og hún er oft kölluð. Þegar það er gert getur verið gott að hafa eftirfarandi að leiðarljósi.

Gleðilegt og endurnærandi sumarfrí

Flest bíðum við í ofvæni eftir því að komast í sumarfrí. Við hlökkum til að brjóta upp hið reglubundna líf og „slappa af“. En stundum geta sumarfrí verið krefjandi tími. Hver fjölskyldumeðlimur hefur sínar væntingar um hvað eigi að gerast á þeim tíma og hvernig maður nýtur hans best. 

Af hörðum körlum og umhyggjusömum konum

Því hefur verið haldið fram að til þess að fullkomið jafnrétti ríki á vinnumarkaði þurfi konur að láta frá sér leiðtogahlutverkið á heimilinu. Á móti má segja að leikreglur vinnumarkaðarins og hugmyndir okkar um leiðtoga á þeim vettvangi verði einnig að taka breytingum.

Ert þú góður stjórnandi?

Stjórnendahlutverkið hefur lengi verið sveipað ljóma. En hvernig er stjórnendahlutverkið í raun? Hvað felur það í sér og er það eitthvað sem þú gætir hugsað þér að takast á við? Ef þú ert þegar í stjórnendahlutverki ertu þá að gera það rétt sem mestu máli skiptir?

Innihaldsrík velgengni

Það er óhætt að dást að fólki sem hefur hugrekki til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega ef sú vegferð er ekki alveg án áhættu og gerir kröfu um að farið sé út fyrir ramma hins hefðbundna daglega lífs.

Ekki verða streitunni að bráð

Viltu koma í veg fyrir að þú „brennir upp“ með tilheyrandi kostnaði fyrir þig, þína og samfélagið? Þú átt vini og óvini þegar kemur að því að takast á við álagið sem stundum getur fylgt daglegu lífi.

Síða 2 af 3