Greinar (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Af hörðum körlum og umhyggjusömum konum

Því hefur verið haldið fram að til þess að fullkomið jafnrétti ríki á vinnumarkaði þurfi konur að láta frá sér leiðtogahlutverkið á heimilinu. Á móti má segja að leikreglur vinnumarkaðarins og hugmyndir okkar um leiðtoga á þeim vettvangi verði einnig að taka breytingum.

Ert þú góður stjórnandi?

Stjórnendahlutverkið hefur lengi verið sveipað ljóma. En hvernig er stjórnendahlutverkið í raun? Hvað felur það í sér og er það eitthvað sem þú gætir hugsað þér að takast á við? Ef þú ert þegar í stjórnendahlutverki ertu þá að gera það rétt sem mestu máli skiptir?

Innihaldsrík velgengni

Það er óhætt að dást að fólki sem hefur hugrekki til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega ef sú vegferð er ekki alveg án áhættu og gerir kröfu um að farið sé út fyrir ramma hins hefðbundna daglega lífs.

Ekki verða streitunni að bráð

Viltu koma í veg fyrir að þú „brennir upp“ með tilheyrandi kostnaði fyrir þig, þína og samfélagið? Þú átt vini og óvini þegar kemur að því að takast á við álagið sem stundum getur fylgt daglegu lífi.

Vélmennavæðingin

Er skólakerfið og vinnumarkaðurinn að vélmennavæða fólk í stað þess að þróa og efla þá eiginleika sem greina okkur frá vélum - sköpunargáfuna og innsæið?

IStock-184639841

Er viðskiptavinurinn í raun vinur þinn?

Viltu vera viss um að þú sért að þróa starfsemi þína í takt við þarfir viðskiptavina þinna? Ef þú vilt geta svarað þeirri spurningu af einlægni og sannfæringu gæti verið gagnlegt að renna yfir meðfylgjandi efni.

Þarftu að segja sannleikann?

Segðu hann þá strax, segðu hann allan og segðu hann sjálf(ur) annars eru góður líkur á að þú sökkvir í hildýpi vantrausts og misskilnings.

Leitin að tilgangnum

Tilgangur einstaklinga og fyrirtækja er að finna sitt einlæga og oft á tíðum sérstæða hlutverk í tilverunni. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að tilgangurinn og hlutverkið geta tekið breytingum yfir tíma, sérstaklega ef umhverfið er síbreytilegt.

Að taka ábyrgð út fyrir sína deild

Hún er sérstök sú tilhneiging okkar að vilja síður taka ábyrgð á mistökum, en eigna okkur svo heiðurinn þegar árangur næst. Hvernig má auka líkur á að ábyrgð sé tekin á mistökum og verkefnum sem eru svo mikilvæg að ef ekkert er að gert, er fórnarkostnaðurinn jafnvel mannslíf?

Er vinnan of dýru verði keypt?

Í lok árs 2015 voru mun fleiri konur en karlar á aldrinum 65-66 ára örorkulífeyrisþegar. Leiða má líkur að því að skýringanna sé að hluta að leita í því að þar fer fyrsta kynslóð kvenna sem tóku fullan þátt á vinnumarkaði. Þrátt fyrir miklar framfarir í tækni er vinnudagurinn enn langur á Íslandi með tilheyrandi álagi á einstaklinga og fjölskyldur.

Ef ég hefði bara vitað!

Þegar veikindi koma upp í fjölskyldum er eins og fótunum sé kippt undan okkur. Lífið tekur miklum breytingum og flókin verkefni blasa við einmitt þegar maður er kannski síst í stakk búin til þess að takast á við þau. Af slíkum hörmungum má draga lærdóm og þó að upplifun hvers og eins sé mjög einstaklingsbundin getur lærdómur eins, mögulega nýst öðrum.

Dýrmætasta eignin

Við álag drögum við oft úr svefni, hreyfingu og innihaldsríkum samskiptum sem getur til lengri tíma leitt til þess að heilsan gefur eftir. Með því að vera vakandi fyrir góðu jafnvægi lífsins gæða og því að atburðir sem geta skapað viðbótar álag við daglegt líf geta leitt til heilsutengdra vandamála, má koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar langvarandi streitu.

Síða 3 af 4