Greinar

Fyrirsagnalisti

Að taka ábyrgð út fyrir sína deild

Hún er sérstök sú tilhneiging okkar að vilja síður taka ábyrgð á mistökum, en eigna okkur svo heiðurinn þegar árangur næst. Hvernig má auka líkur á að ábyrgð sé tekin á mistökum og verkefnum sem eru svo mikilvæg að ef ekkert er að gert, er fórnarkostnaðurinn jafnvel mannslíf?

Er vinnan of dýru verði keypt?

Í lok árs 2015 voru mun fleiri konur en karlar á aldrinum 65-66 ára örorkulífeyrisþegar. Leiða má líkur að því að skýringanna sé að hluta að leita í því að þar fer fyrsta kynslóð kvenna sem tóku fullan þátt á vinnumarkaði. Þrátt fyrir miklar framfarir í tækni er vinnudagurinn enn langur á Íslandi með tilheyrandi álagi á einstaklinga og fjölskyldur.

Ef ég hefði bara vitað!

Þegar veikindi koma upp í fjölskyldum er eins og fótunum sé kippt undan okkur. Lífið tekur miklum breytingum og flókin verkefni blasa við einmitt þegar maður er kannski síst í stakk búin til þess að takast á við þau. Af slíkum hörmungum má draga lærdóm og þó að upplifun hvers og eins sé mjög einstaklingsbundin getur lærdómur eins, mögulega nýst öðrum.

Dýrmætasta eignin

Við álag drögum við oft úr svefni, hreyfingu og innihaldsríkum samskiptum sem getur til lengri tíma leitt til þess að heilsan gefur eftir. Með því að vera vakandi fyrir góðu jafnvægi lífsins gæða og því að atburðir sem geta skapað viðbótar álag við daglegt líf geta leitt til heilsutengdra vandamála, má koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar langvarandi streitu.

7 Valkostir lífsleiðarinnar

Best heppnaða lífsstefnan er sú sem mótuð er af brennandi þrá og áhuga á viðfangsefnum. Gott nesti, farartæki við hæfi og rétt viðbrögð við óvæntum atburðum auka líkur á ánægjulegu lífsferðalagi og skilar okkur frekar sælum á áfangastað.

7 Heillaráð

Við gerum breytingar á lífi okkar með því að veita því sem við viljum ná fram athygli. Með því að framkvæma 7 atriði hvern dag stígur þú skref í átt að orku- og heillaríkri framtíð.

Hamstrar í hjólum

Að upplifa sig eins og hamstur í hjóli í daglegu lífi er líking sem verður oftar á vegi mínum nú orðið. Hefur það kannski eitthvað með það að vera á miðjum aldri að gera? En hvað er til ráða?

Ánægjuleg áramótaheit

Um það bil 45% Bandaríkjamanna setja sér venjulega áramótaheit en 38% gera það alls ekki. Af þeim sem setja sér áramótaheit ná einungis 8% settu marki.  

Síða 3 af 3